sunnudagur, febrúar 03, 2008

Keilir









Ég er í félagi 3f upplýsingatækni og var boðið í skoðunarferð um Keilissvæðið þann 29.janúar 2008 en það er svæðið sem varnaliðið var með aðstöðu hér áður.
Hjálmar Árnason tók á móti okkur í skólanum sem búið er að opna en þar var kirkjan áður hjá varnaliðinu. En á næsta ári verður annað hús opnað og þangað á skólinn að flytja.
Það er búið að stofna þróunarfélag þarna og er meiningin að þarna verði skólasetur. En þarna á að menntað fólk í framtíðinni í ýmsa geira samfélagsins.
Keilir verði miðstöð vísinda og fræða.
Hugmyndir eru að vera með:
Lista- hönnunar og afþreyingarklasa, td.
Kvikmyndaver.
Íþrótta, heilbrigðis og heilsuklasa,
Allt um flugmál, td. Flugmenn, flugvirkja, flugfreyjur og fl.
Og allt um orkumál og fl.
Þetta verður stórt og mikið skólasamfélag og sjálfsagt gott fyrir alla að stunda skóla þarna þar sem þeir geta fengið ódýrt húsnæði á meðan á námi stendur.
Það sem ég tók líka eftir þá ætla þeir að mennta leikskólakennara þarna og hafa þrjú stig á því námi. Leikskólaliða, leikskóla? og leikskólakennara með meistaragráðu. Margrét Pála sem er með Hjallastefnuna er búin að vera þeim innan handa með ráðleggingar og undirbúning undir þetta nám. Það er búist við að þeir byrji að mennta þar leikskólakennara næsta haust.



0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home