þriðjudagur, júlí 10, 2007

Hestaferð í sumar

Þann 28 júní til 5 júlí 2007 lagði ég af stað í hestaferð með góðum hóp fólks úr Borgarfirðinum og frá stór Reykjavíkursvæðinu. Alls vorum við 23 þegar flest var og ekki allir ríðandi því við höfðum nokkra bíla með og svo trússbíl en sá sem ók honum sá líka um að elda matinn ofan í okkur. Farið var frá Hvanneyri í Langavatnsskála, þaðan í Dalina og svo í Brú en þar var gist í tvær nætur og hestarnir fengu smá hvíld. Eftir hvíldina var farið í Efti-Núp í Miðfirði og þaðan í Úlfsvatnsskála sem er á Arnavatnsheiði. Frá Úlfsvatnsskála riðum við svo í Húsafell og endum í Þingsnesi. Alls tók ferðin átta daga og má segja að flestir hafi verið þreyttir en sælir þegar heim var komið, bæði hestar og menn.
Hér getið þið séð myndir úr ferðalaginu.
í þessu ferðalagi urðu nokkur óhöpp þar sem nokkrir duttu af hestbaki og urðu að ferðast með bílunum meira og minna það sem eftir var ferðar sem er alltaf sorglegt. En ánægjulegast var samt að enginn meiddi sig meira en svo að þeir gátu verið með okkur til loka dags, og aðeins farið á bak eftir byltuna.
Á kvöldin var mikið sungið og haldnar kvöldvökur sem vakti mikin hlátur og gleði manna og svo má ekki gleyma að þakka kokkinum fyrir góðan mat á meðan á ferðinni stóð.
Þá er það veðrið, sem allir Íslendingar spá í þegar farnar eru ferðir til fjalla en það má segja að við hrepptum besta veður sumarsins, sól og hita alla dagana.

1 Comments:

Blogger fjola said...

Sæl.
Greinilega alveg frábært að fara svona ferð. Þið heppin með veður.
Ég fór fjallabaksleið um síðustu helgi og ók fram á þrá hestamanna hópa. Greinilega vinsæl reiðleið að fara.
Hafðu það gott áfram í sumarfríinu.
Kveðja,
Fjóla

2:04 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home