Hér á myndinni eru kindur sem búa í Fjárborg og eru komnar að burði. Sem betur fer þá er ennþá hægt að sjá kindur hér á höfuðborgarsvæðinu. Þó svo að margir þoli ekki að vita af neinu svoleiðis nálægt sér.
Í Fjárborg eru líka hestar og þar er að rísa nýtt heshúsahverfi sem tilheyrir Fák.
Fjárborg er á Hólmsheiði þar sem sumir vilja byggja flugvöll og svifflugvöll og fangelsi og alls konar aðra starfsemi. En mér finnst að þarna eigi að vera útivistarsvæði fyrir hestamenn og aðra sem vilja njóta villtrar nátturu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home