fimmtudagur, júní 14, 2007

Mikilvæg stund

Nú um helgina ætlar dóttir mín að fara að gifta sig með pompi og prakt. Fjöldi ættingja og vina eru boðnir og verður athöfnin í Kópavogskirkju kl. 1300 laugardaginn 16. júní 2007. Eftir athöfnina verður svo mikil veisla út á Álftanesi. Það er nú ekki mikið mál að keyra á milli Kópavogs og Álftanes nema það að á laugardaginn verður kvennahlaupið og hefst það á sama tíma og athöfnin í kirkjunni líkur. Þannig að nú eru góð ráð dýr, því ekki verður hægt að keyra Hafnarfjarðarveginn. En við deyjum ekki ráðalaus og til þess að komast hjá leiðindum og töfum þá er betra að fara frá Kópavogskirkju niður á Digranesveg og svo á Reykjanesbraut til Hafnarfjarðar.
Við vonumst svo til að allir komist á tilsettum tíma í veisluna og brúðhjónin eigi ánægjulegan dag.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home