Jólahlaðborð í desember
Í nóvember fórum við til Kaupmannahafnar í nokkra daga. Þetta var mjög góð ferð því nú vorum við laus úr rigningunni hér heima. Það var orðið frekar kalt í Kaupmannahöfn svo betra var að klæða sig vel. Við vorum með herbergi á Hotel Loeven á Vesterbrogade 30 en þar er gott að vera. Stutt frá bænum og ekki dýrt að búa.
Farið var í Tívolí en þar var búið að setja allt í jólabúninginn. Í Tívolí fóum við svo á jólahlaðborð í Valhöll. Hér eru nokkarar myndir
2 Comments:
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Sæl Inga.
Greinilega frábært hjá ykkur í Kóngsins Köben. Ég er sammála þér hvað varðar hótelið. Fór að þínum ráðum á þetta hótel í október. Nú styttist í okkar ferð til London. Tíminn líður hratt.
Heyri vonandi í þér fyrir jól, en ef ekki þá hafðu það sem allra best um jólin. Bið að heilsa þínum og óska ykkur öllum gleðilegra jóla, árs og friðar.
Kær kveðja,
Fjóla
Skrifa ummæli
<< Home