þriðjudagur, ágúst 14, 2007

Hornstrandir

Um verslunarmannahelgina fór ég og systir mín ásamt 40 öðrum í göguferð um Hornstrandir. Við lögðum af stað fimmtudaginn 2. ágúst kl.8.00 með rútu frá KHÍ og vorum komin í Látravík um kl.18.30. Ferðalagið gekk mjög vel. Á föstudaginn var svo gengið upp á Kálfatind. Lagt var af stað um kl.9.15 frá bænum í glaða sólskini og blíðu en þegar við komum upp á Kálfatind var komin þoka og súld. Þetta veður var, það sem eftir var dags. Þannig að ekki voru teknar margar myndir það sem eftir var dagsins. Á laugardaginn var svo rigning og þoka allan daginn og smá vindur. En það aftraði okkur ekki frá því að fara í gönguferð. Þennan dag var ákveðið að fara yfir Axarfjallið og yfir í Bjarnanes. Sem er ca. 4 tíma ganga. Þetta var mjög skemmtileg ganga þó svo að útsýnið væri ekki fullkomið.
En sunnudagurinn var fullkominn þá var sól, logn og hlýtt eða alveg yndislegt veður. Nú var ákveðið að ganga upp á Horn og yfir í Höfn og Kýrskarðið heim í Látravík þessi ferð getur tekið 9 til 11 tíma. Það fer eftir hvað hratt er gengið. Við vorum 9 tíma það var svo gott veður og við vorum ekki að flýta okkur. Að vísu fór ég ekki í Höfn heldur stefndum beint á Kýrskarðið sem er stikuð skóð yfir í Hornbjargsvita. Um kvöldið var svo grillveisla og varðeldur. Ævar var með sögustund á hverju kvöldi þar sem hann sagði okkur sögur frá staðnum.
Mánudaginn var svo haldið heim, en sá sem silgdi með okkur til og frá Látravík heitir Reimar Vilmundarson og áhöfn hans. Það var frábært hvað þeir voru lægnir við að flytja okkur þarna á milli því það var frekar mikill öldugangur á þessum slóðum um þessa helgi.



Tabblo: Hornstrandir

Hornstrandir dagana 2 - 6 ágúst 2007.


Lent var í Látravík þar sem Ævar og Una tóku á móti okkur. Daginn eftir var gengið upp á Kálfatinda, á leið upp á tindinn kom þoka. Á þriðja degi gengum við yfir Axarfjall og inn í Bjarnanes í þoku og rigningu. En á fjórða degi fengum við besta veðrið og gengum upp á Horn og svo yfir Kýrskarð. Fimmta daginn var svo farið heim en Reimar sótti okkur inn í Látravík og setti okkur í land í Norðurfirði þar sem rútan beið okkar og keyrði Ísar Guðni sem var leiðsögumaðurinn okkar, okkur heim til Reykjavíkur.

... See my Tabblo>


1 Comments:

Blogger fjola said...

Sæl Inga.
Þetta hefur greinilega verið afskaplega vel heppnað. Hlakka til að heyra ferðasöguna, farðu að kíkja í kaffi.
Kveðja,
Fjóla

12:11 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home