Er búin að reyna að setja inn grein í Wikipedia
Nú er ég búin að reyna að setja tvisvar sinnum inn sömu greinina í Wikipedia og greininni alltaf fleygt út af því að þetta fólk þarna segir að greinin sé ekki sett á réttan stað. Í fyrstu setti ég greinina mína sem var um, skyldleikaræktun hesta á Íslandi, inn á svæði sem heitir "Sögufrægir hestar" og þar var greininni fleygt út og sagt að fara á svæði sem heitir "Íslenskir hestar" sem ég og gerði, en þá leið ekki dagurinn að það var búið að henda greininni út aftur og sagt að hún væri ekki á réttum stað. Svo ég er búin að gefast upp í bili allavega.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home