þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Fundur á Vyew

Nú er ég búin að vera þrisvar sinnum með á Vyew fundi og notað Skype til að tala við hópinn. Síðast vorum við sjö alls á Vyew fundinum. Mér hefur gengið betur að vera með á Vyew fundum en í Horizon Wimba hingað til.
Ég er komin með FrontPage 2003 í tölvuna mína og get nú farið að vinna í heimasíðunni minni án þess að þurfa alltaf að fara upp í skóla til þess, eins og ég hef gert fram að þessu. En það hefur verið ágætt að vinna í Kennó því aðstaðan þar er nokkuð góð og svo hef ég verið í góðum félagsskap.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home