mánudagur, janúar 30, 2006

Áfram með heimasíðuna

Á síðasta laugardag hélt ég áfram að setja inn verkefni á heimasíðuna. Til dæmis setti ég inn verkefni byggt á spurningum sem ég bjó til í Hot potatoes og annað verkefni með Vefrallýi um Digranesskóla sem ég ætla svo að leyfa börnunum að prófa í leikskólanum. Þessi verkefni gengu vel og nú þarf ég bara að halda áfram að setja inn fleiri verkefni sem eru eftir, það get ég ekki gert nema að fara í tölvu sem er með Front Page 03.
Ég er líka búin að setja inn bókamerki í "del.icio.us" svo þetta er eitthvað farið að ganga hjá mér.
Á laugardaginn fór ég í menntasmiðjuna í kennó og þar var tölvan mín uppfærð til að niðurhala Horizon Wimba. Þannig náði ég að vera með í fyrsta sinn á fyrirlestri hjá Salvöru á laugardaginn. Allt gekk ágætlega nema hvað skjárin fraus á tölvunni minn þannig að ég heyrði bara í Salvöru en sá ekki glærurnar fyrr en ég opnaði aðra tölvu í kennó þá gat ég fylgst með í henni. Ég var samt ánægð að hafa komist inn og geta verið með.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home