fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Það nýjast í dag

Í gær hittumst við fjögur á Vyew.com þetta er öruglega sniðugt forrit þar sem við gátum öll verið að teikna og senda myndir á sama tíma og gátum séð strax það sem hinn var að gera. Það eina sem vantaði þarna var að geta tala saman þar en við töluðum saman á Skypinu.
Jæja en nú er ég byrjuð á vefleiðangrinum en ekki búin þannig að það á eftir að bæta við myndum og virkja sumt þannig að það virki hjá mér.
En svo er það Horizon Wimba nú held ég að ég geti verið með næst, því ég var að fikta í tölvunni minni í gær og notaðist við leiðbeiningar frá Smiðju í Kennó þannig að mér sýnist þetta muni ganga næst þegar fundur verður.

1 Comments:

Blogger Agla Snorradóttir said...

Blessuð Inga.
Ég er í vandræðum með fyrirlestrana á laugardögum á wimpa.
Hvar náðir þú í leiðbeiningarnar? Gætir þú sent mér slíkar ef þú átt á KHÍ netfangið mitt (aglasnor).
Annars finnst mér þér ganga bara vel í þessu, góð útkoma á vefnum.
Bestu þakkir og kveðja AGLA

11:49 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home