sunnudagur, mars 05, 2006

UT ráðstefna í fjölbrautaskóla Snæfellinga

Þá er búin UT ráðstefnan sem haldin var í fjölbrautaskóla Snæfellinga.
Ég lagði af stað með rútu frá BSÍ kl.8.00 föstudaginn 3.mars ásamt 5 af skólafélögum mínum og öðrum sem sem ætluðu á þessa ráðstefnu. En nokkrir fóru á einkabílum. Við vorum komin til Grundarfjarðar um kl. 10.00 og þá tók Hugrún á móti okkur við fjölbrautaskólann. Hún byrjaði að fara með okkur á safn sem er í smíðum og þar fengum við góða leiðsögn um gamla muni sem tilheyrðu fólkinu sem bjó á Grundarfirði hér áður fyrr.
Eftir þessa heimsókn fórum við í grunnskólan í Grundarfirði og skoðuðum hann hátt og látt. Ekki má gleyma að Hugrún bauð okkur upp á veitinga sem voru vel þegnar. Eftir þessa heimsókn var tími til komin að fara á ráðstefnuna sjálfa og fylgjast með hvað þar færi fram. Ég byrjaði að hlusta á fyrirlestur um Menningarnet.is. Þar var fjallað um að menningarnetið sé gagnabanki hráefnis og fræðsluefnis. Og ætti að vera opið námsefni frá menningarstofnunum, listamönnum, fræðimönnum, kennurum og nemendum þannig að kennarar geti nýtt það í kennslu og til opinnar námsefnisgerðar á Netinu. Á þessum fyrirlestri var fólki skip í hópa til að ræða þessi mál og koma með hugmyndir hvernig hægt væri að standa að þessu svo vel væri. Þá voru settar fram tvær spurningar. 1) Hvað þarf til að þú viljir nota Menningarnetið?
2) Hvað efni myndirðu vilja sjá þar?
Fram kom nokkrar hugmyndir. Að efnið þyrfti að vera vel flokkað og að auðvelt yrði að finna efnið. Eins og staðan er í dag þá er mikið af efnið sett inn á lokuð kennslu umhverfi vegna slæmrar reynslu af að sjá það annarstaðar sundurliðað án þess að heimila sé getið. Einnig var bent á að líffræði og jarðfræði væri líka hluti að menningarumhverfinu.

Næsti fyrirlestur var "Íslenskunám á Netinu"
Þróuð hafa verið tvö námskeið Online 1 fyrir byrjendur og Online 2 fyrir lengra komna. Þessi námskeið er á opnu kerfi og þar af leiðani opið öllum á Netinu. Námskeiðið er fyrir útlendinga sem eru að læra íslensku og eru í grunn- og framhaldskólum. Þetta er nám fyrir nemenur um allan heim í sjálfsnámi. Hólaskóli notar til dæmis online 2 fyrir sína útlensku nemendur í skólanum. Þetta námskeið er að mestu leiti með íslenska enska orðabók og það á eftir að gera hana fyrir fleiri tungumál. Þarna eru vefleiðangrar, vefrallý, ritun og endurgjöf. Þetta var áhugavert en ekki mun þetta nýtast leikskólakennurum þar sem talað var um að þessi námskeið væru aðalega unnið fyrir framhaldsskóla.

Eftir þennar fyrirlestur var svo hlustað á þriðja fyrirlesturinn "Sveigjanleiki og einstaklingmiðun" Þarna var skólastjóri og aðstoðar skólastjóri frá Norðlingaskóla með fyrirlestur um einstaklingsmiðað nám. Talaði um að barnið setji sem markmið. Var með samlíkingu við tré sem fella laufin að vori. Þegar barnið nær markmiðinu þá tekur það niður laufið eitt af öðru þangað til þau eru öll fallin. Þarna er talað um að börnin eigi að hjálpa hvert öðru áður en það spyr kennarann. Hver vinnustund er í 70 mínútur. Allir tímar áformstímar en það væru líka valkerfi tvisvar í viku. Fyrirlesari kastaði fram spurningnni hvernig þau gætu notað upplýsingatækninna í skólastarfinu?

Í lokin fór ég á fyrirlestum sem hét "Flughestar á Sæborg"með Soffía Þorsteinsdóttir um starfið í leikskólanum.
Unnið var aðalega með endurvinnanlegt efni og sjá hvaða möguleika það gefur. Þar var samvinna við myndmenntakennara, tóllistakennara og leikskólakennara. Einnig var samstarf við kvikmyndaskóla Ísl. Þarna voru hugmyndir sóttar á Netið, farnar vettvangsferðir og allt kvikmyndað. Í lokin voru elstu börnin með sýningu í Ráðhúsinu.

Það var fræðandi og gaman að vera viðstödd á þessari UT ráðstefnu í Grundarfirði og ný reynsla sem kemur sér alltaf vel seinna meir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home