laugardagur, mars 18, 2006

Odeo hljóðkerfið

Nú er ég búin að læra að nota Odeo hljóðkerfið og búin að setja það inn á heimasíðuna mína á tveimur stöðum. Fyrst las ég tvær stuttar barnasögur og setti það inn á verkefnasíðuna mína en svo gerði ég smá kynningu fyrir börnin í vefleiðangrinum mínum til að gera hann skiljanlegri fyrir börn sem kunna ekki að lesa. Þetta er allt komið inn á heimasíðuna. Einnig gerði ég ljósmyndasögu og smá kynningu á leikskólanum mínum í MovieMaker og setti það líka inn á heimasíðuna. Svo ætla ég einnig að prófa að tengja Odeo bloggið hér á bloggið mitt það eru tvær barnasögurnar sem ég las upp úr bók síðan ég var sex ára. Bókin heitir "Má ég lesa I. Stafrófskver og lesbók handa litlum börnum. Vilbergur Júlíusson tók saman.




0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home