fimmtudagur, desember 28, 2006

Wilson Muuga

Jæja nú er Guðni búin að vera í flutningaskipinu Wilson Muuga ásamt 7 öðrum (6 frá Framtak og 2 frá Olíudreifingu) að dæla olíu úr því eftir strandið, en það er búið að taka tvo sólahringa. Þeir fóru með þyrlu í skipið á annan í jólum og komu heim í dag 28. des. um kvöldmatarleytið. Þeir náðu að bjarga um 130 tonnum að olíu úr skipinu.
Lítið var sofið á meðan á þessu stóð og ekki mikið um mat, annað en samlokur og eitthvað af dósamat sem var í skipinu þannig að þeir komu frekar svangir heim. Engin salernis aðstaða var þar í lagi eða rennandi vatn því allt var bilað í því. Svo að þeir komu frekar skítugir heim eftir þessa dvöl þarna. En sem betur fer þá gátu þeir bjargað sem mest allri olíunni úr skipinu þannig að það var ekki eins mikið umhverfisslys af því eins og áhorfði í fyrstu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home