föstudagur, september 01, 2006

Nýtt skólaár


Jæja nú er skólin byrjaður á nýjan leik. Ég er búin að vera í námi í allt sumar. Fyrst var ég í Listir í yngri barna kennslu og svo í Stærðfræði við upphaf skólagöngu. Það er frekar erfitt að vera í skóla allt sumarið og halda svo áfram að hausti. En þetta hefur gengið vel því þetta voru skemmtilegar greinar. Nú ætla ég að halda áfram og fara í Miðlun, menntun, samfélag og Samskiptafærni - Einstaklingurinn í samfélagi við aðra.
Ég er í námsleyfi þennan vetur og vonast til að geta notið þess að vera bara í námi í vetur. Það er líka gott við fjarnámið að ég get verið í sveitinni en samt mætti í skólann. Þannig er þetta hjá mér þessa dagana. Ég fer bara með tölvuna með mér í sveitina og held áfram að læra þar. Eins og sjá má á myndinni þá eru hestarnir mínir í afslöppun en þeir voru notðir sem sláttuvéla í garðinum við bæinn, svo ég þyrfti ekki að slá hann.
Kveðja Inga

1 Comments:

Blogger fjola said...

Sæl Inga.
Ég á nú eftir að sakna þín í vinnunni. Frábært að þú færð þetta tækifæri til þess að einbeita þér að náminu. Þú verður að koma við og skoða Kormák þegar þú átt leið í bæinn.
Kveðja frá Kópavogi.

8:13 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home