miðvikudagur, desember 27, 2006

Annar í jólum


Það er búið að vera mikið um að vera hjá mér um jólin. En þó mest annan í jólum þegar ég fæ aðeins lítið brot af systkinum Stebba í jólaboð ásamt mökum og börnum og barnabörnum. En það er mjög gaman en mikið að gera. Alls mættu 29 manns í kaffi og kökur hjá okkur þennan dag. En áður heyrðum við í Óla Bjarkari í útvarpinu, hann var að lýsa hvernig jólin væru úti á Spáni en hann er búin að eiga heima þar í átta ár. En hann kom svo í kaffi á eftir viðtalinu þó svo að það hafi verið tekið upp áður, það veit ég ekki.
En það sem mér þótt verst að börnin mín gátu ekki verið því að Guðni var að vinna og Sigrún rétt kíkti en börnin hennar voru með gubbupest og hita og komust ekki.

1 Comments:

Blogger fjola said...

Sæl Inga.
Gleðileg jól. Ég hélt að þú værir í sveitasælunni um jólin.Leitt að heyra að barnabörnin eru veik á jólunum. Þau verða vonandi orðin hress á gamlárskvöld. Nú styttist í Londonferðina, ég er farin að hlakka til, en þú?
Bið að heilsa öllum, Týra líka.
Kveðja,
Fjóla

9:19 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home