Október fréttir
Það er alltaf jafn mikið að gera hjá mér í náminu og stundum getur maður ekki litið upp frá því. En það sem mig langar til að segja þá fór ég á ráðstefnu í London þann 28.sept. til 1.okt.06. Hún heitir Erly Years & Primary Teaching og var dagana 29-30 sept. Ég valdi mér nokkra fyrirlestra og voru þeir mjög áhugaverðir. Einn hét Using imaginative Contexts to Enhance and Enrich Early Learning með Alice Sharp, Experiential Play. Þessi fyrirlestur var mjög fróðlegur og skemmtilegur. Þarna talaði hún um að nota ímyndunaraflið til að bæta og auka nám yngri barnanna. Og segir að ung börn læri á margan hátt og noti þá öll skilningarvitin. Tilboð af tækifærum uppörva börnin til að láta í ljós forvitni og áhuga. Hluti reynslunnar sem ung börn fá, þá túlka þau heiminn á spennandi hátt. Bjóða upp á hvetjandi, áhugavert og þýðingarmikið umhverfi fyrir leikinn. Flest ung börn eru forvitin og opin fyrir hverju viðeigandi viðfangsefni (ögrun) til að rannsaka og læra. Um helmingur heilans tengist vinnslu á sjónrænum ímyndunum. Því meira sem við hjálpum börnum að fá hvatningu og efla hugmyndaflugið verður það til þess að þau skerpi frekar minnið.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home