þriðjudagur, apríl 18, 2006

Páskafríið búið

Jæja nú er páskafríið búið. Ég fór vestur í fríinu, nánar til tekið á bæinn minn sem heitir Lækjamót. Salvör hélt Skype fund á laugardeginum um kl.11.45 og prufaði ég að vera með þar. Ég, Jóna Pála og Salvör vorum á fundinum og gekk það mjög vel. Nú veit ég að ég get farið í sveitina og haft það náðugt þar og ekki misst af neinu sem fram fer í tölvumálum. Sambandið var gott og heyrði ég vel í þeim báðum. Ég er að vísu ekki með ADSL þar bara tengd við símalínuna á bænum en það gekk vel.
Að vísu var þessi helgi mjög annasöm hjá mér því alls voru 14 manns samankomnir þar á laugardagskvöldinu og gistu aðfaranótt Páskadags sem var mjög gaman.
Á morgun fer ég svo til Benidorm og ætla að taka tölvuna með svo ég geti gert eitthvað í sambandi við verkefnin hennar Sólveigar að setja inn innlegg við spurningum annara ef ég get. Það er að segja ef ég get notað tölvuna, en það kemur í ljós,ég leyfi ykkur að fylgjast með þeim sem nenna að lesa þetta blogg mitt. Kveðja til ykkar allra.

2 Comments:

Blogger fjola said...

Góða ferð Inga.
Mundu nú að taka þér líka frí frá náminu. Ég hef komið til Benidorm og fannst skemmtilegast að rölta um gamla bæinn, hinummeginn í gilinu, endilega gefðu þér tíma frá sólbaðinu og skoðaðu þig þar um.
Góða skemmtun!
Fjóla

9:12 f.h.  
Blogger Agla Snorradóttir said...

Góða ferð Inga, það var gaman að fylgjast með veðrinu hjá þér í sveitinni á Skype-inu um páskana,það finnst mér skemmtileg leið til að setja inn stutt skilaboð og upplýsingar til allra sem eru á skype. Njótu þess nú að vera í fríi og góða skemmtun.
Agla

12:19 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home