föstudagur, maí 26, 2006

Fleiri námskeið

Nú er ég byrjuð á öðru námskeiði í sumar sem heitir "Stærðfræði við upphaf skólagöngu" þannig að það verður mikið að gera í allt sumar hjá mér. Ég held að þetta sé ekki nógu gott hjá mér því ég finn hvað ég er orðin þreytt. En bráður fer ég í sumarfrí í leikskólanum og hestarnir fara í sveitina þá hef ég meiri tíma til að sinna bara náminu. Maður verður alltaf að vera í Pollýönnu leik við sjálfan sig svo ég gefist ekki upp. En þetta er mjög skemmtileg námskeið og það rífur mann áfram.
Nú á barnabarnið mitt afmæli í dag, hún er tveggja ára og eftir tvo daga á annað barnabarnið mitt sex mánaða afmæli, svo það er mjög gaman hjá mér þessa dagana. Sonur minn var að útskrifar úr Iðnskólanum í Hafnarfirði þann 20 maí og gekk bara vel, þannig að það er mikið fjör í maí.
Ég óska öllum skólafélögum mínum sem voru með mér í Tölvu og upplýsingatækni, góðs gengis í sumar og vona að við eigum eftir að hittast aftur seinna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home