miðvikudagur, maí 17, 2006

Byrjuð í nýju námskeiði


Það er ekki allt búið hjá mér ennþá. Nú er ég byrjuð í sumar námskeiði sem heitir "Listir í yngri barna kennslu" Svo það er nóg að gera í sumar. Staðlotan er búin og alvaran tekin við. Ég fór að ganga kringum Krísuvík um síðustu helgi. Þessi ganga tók fimm tíma í blíðskapar veðri. Þetta var þó nokkuð stór hópur sem fór þessa göngu og fengum leiðsögn um svæðið. Ég tók fjölda allan af myndum og setti nokkrar inn á Flickr er að hugsa um að setja fleiri eftir mánaðarmót. Hér er ein mynd sem ég tók þar. Þetta svæði sem við sitjum á slapp frá hrauninu og er sagt að smalinn sem gætti kindanna þarna hafi sloppið lifandi með þær.
Þannig var sagt á vefsíðunni http://ferlir.is/
Smalamaður frá Krýsuvík var kippkorn frá bænum með féð. Hann sá glóandi hraunleðjuna brjótast með feikna hraða ofan úr skarðinu upp frá bænum og fleygjast út yfir láglendið. Hann sá sér enga von til undankomu og beið með fjárhópinn þess er að höndum kæmi og fól sig guði. Eldflóðið fór allt í kringum hann og skaðaði hvorki hann né féð nema eina á. Það heitir síðan Óbrennishólmi.
Sjá meira undir lýsingar í skrár (Óbrennishólmi - Húshólmi)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home