þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Fundur á Vyew

Nú er ég búin að vera þrisvar sinnum með á Vyew fundi og notað Skype til að tala við hópinn. Síðast vorum við sjö alls á Vyew fundinum. Mér hefur gengið betur að vera með á Vyew fundum en í Horizon Wimba hingað til.
Ég er komin með FrontPage 2003 í tölvuna mína og get nú farið að vinna í heimasíðunni minni án þess að þurfa alltaf að fara upp í skóla til þess, eins og ég hef gert fram að þessu. En það hefur verið ágætt að vinna í Kennó því aðstaðan þar er nokkuð góð og svo hef ég verið í góðum félagsskap.

föstudagur, febrúar 24, 2006

Síðasta helgin í Febrúar

Nú er febrúar að verða búinn og við eigum að hittast í staðlotu á miðvikudaginn en þá er kominn 1. mars. Allt líður þetta og finnst mér þessi tími hafa verið fljótur að líða frá áramótum. Eins og ég hef sagt áður þá er ég byrjuð á vefleiðangrinum og farin að hugsa um námsvefinn eða lokaverkefnið sem við eigum að gera í lokin það er eins gott að fara að byrja því tíminn er fljótur að líða.
Í dag var námskeiðsdagur á leikskólanum og var Eyþór Eðvarðsson með leiðbeiningar fyrir starfsfólkið um vinnu sálfræði, og svo kom Sesselja Hauksdóttir á eftir með fyrirlestur sinn sem heitir Púsluspil. Á eftir fór ég svo á hestbak til að njóta góðaveðursins sem búið er að vera í dag.

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Það nýjast í dag

Í gær hittumst við fjögur á Vyew.com þetta er öruglega sniðugt forrit þar sem við gátum öll verið að teikna og senda myndir á sama tíma og gátum séð strax það sem hinn var að gera. Það eina sem vantaði þarna var að geta tala saman þar en við töluðum saman á Skypinu.
Jæja en nú er ég byrjuð á vefleiðangrinum en ekki búin þannig að það á eftir að bæta við myndum og virkja sumt þannig að það virki hjá mér.
En svo er það Horizon Wimba nú held ég að ég geti verið með næst, því ég var að fikta í tölvunni minni í gær og notaðist við leiðbeiningar frá Smiðju í Kennó þannig að mér sýnist þetta muni ganga næst þegar fundur verður.

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Bloggið og Writely.

Eins og sjá má ef skoðuð er heimasíðan mín þá er ég búin að setja inn tæknisögu og smá skýringu á hver ég er á íslensku og ensku. Ég ætlaði að senda þessi skrif mín í gegnum Writely og var búin að búa til nýtt skjal skrifa smá lýsingu þar inn, en þegar ég sendi það á bloggið kom upp einhver villa.
En áður gat ég sett á bloggið það sem ég skrifaði um Horizon Wimba en það skjal bjó ég til þegar við vorum í staðlotunni í janúar og er skrifuð í Writely.

föstudagur, febrúar 03, 2006

Getur einhver hjálpað?

Ég er alltaf að reyna að setja inn videomynd úr Youtube inn á bloggið mitt en það gengur ekki hjá mér ennþá. Ég tel mig fara nákvæmlega eftir fyrirmælum Salvöru en ekkert gengur. Ég sá að Ragnar er búin að gera þetta og talar um Flashspilara, en ég veit ekki hvað hann gerir. Þarf að niðurhala honum í tölvuna mína svo þetta gangi eða hvað. Ef einhver lumar á úrlausn þá væri það vel þegið.