fimmtudagur, júní 14, 2007



Hér á myndinni eru kindur sem búa í Fjárborg og eru komnar að burði. Sem betur fer þá er ennþá hægt að sjá kindur hér á höfuðborgarsvæðinu. Þó svo að margir þoli ekki að vita af neinu svoleiðis nálægt sér.
Í Fjárborg eru líka hestar og þar er að rísa nýtt heshúsahverfi sem tilheyrir Fák.
Fjárborg er á Hólmsheiði þar sem sumir vilja byggja flugvöll og svifflugvöll og fangelsi og alls konar aðra starfsemi. En mér finnst að þarna eigi að vera útivistarsvæði fyrir hestamenn og aðra sem vilja njóta villtrar nátturu.

Mikilvæg stund

Nú um helgina ætlar dóttir mín að fara að gifta sig með pompi og prakt. Fjöldi ættingja og vina eru boðnir og verður athöfnin í Kópavogskirkju kl. 1300 laugardaginn 16. júní 2007. Eftir athöfnina verður svo mikil veisla út á Álftanesi. Það er nú ekki mikið mál að keyra á milli Kópavogs og Álftanes nema það að á laugardaginn verður kvennahlaupið og hefst það á sama tíma og athöfnin í kirkjunni líkur. Þannig að nú eru góð ráð dýr, því ekki verður hægt að keyra Hafnarfjarðarveginn. En við deyjum ekki ráðalaus og til þess að komast hjá leiðindum og töfum þá er betra að fara frá Kópavogskirkju niður á Digranesveg og svo á Reykjanesbraut til Hafnarfjarðar.
Við vonumst svo til að allir komist á tilsettum tíma í veisluna og brúðhjónin eigi ánægjulegan dag.

mánudagur, júní 04, 2007

Á hestbaki

Í gær var rok og ringning en samt fór ég á hestbak ásamt Gunnu við riðum upp Hólmsheiði og niður dalin í átt að Fjárborg. Við vorum að njóta útsýnisins. Tala um hvað börnin væru búin að gróðursetja mikið þarna af trjám og hvað þetta svæði væri að verða fallegt. En viti menn nú að að fara að riðja öllu í burtu því það að að fara að bygga allstaðar á Hólmsheiðinni. Af hverju geta þessir háu herrar ekki bara farið að byggja á Hellisheiðinni.

laugardagur, júní 02, 2007

Margmiðlun til náms og kennslu

Nú er ég búinn með námskeiðið "Margmiðlun til náms og kennslu" sem var mjög skemmtilegt og gegnlegt. Ég tala nú ekki um að gera vefin í Mediator en það verkefni var um Landafræði fyrir fimmtabekk grunnskóla. Ég og Elísabet Benónýsdóttir gerður þennan vef og fór mikill tími í hann. Hér er slóðin að verkefni okkar: http://nemendur.khi.is/elisbeno/Island/HTML/index.htm
Ef þið vilið skoða hann að vísu er hægt að bæta meiru við hann sem er spurning hvort við gerum. En það fer eftir hvort og hversu góð viðbrögð við fáum frá kennurum um hann.