laugardagur, desember 30, 2006

Flickr


www.flickr.com


This is a Flickr badge showing public photos from ingolafs. Make your own badge here.


fimmtudagur, desember 28, 2006

Wilson Muuga

Jæja nú er Guðni búin að vera í flutningaskipinu Wilson Muuga ásamt 7 öðrum (6 frá Framtak og 2 frá Olíudreifingu) að dæla olíu úr því eftir strandið, en það er búið að taka tvo sólahringa. Þeir fóru með þyrlu í skipið á annan í jólum og komu heim í dag 28. des. um kvöldmatarleytið. Þeir náðu að bjarga um 130 tonnum að olíu úr skipinu.
Lítið var sofið á meðan á þessu stóð og ekki mikið um mat, annað en samlokur og eitthvað af dósamat sem var í skipinu þannig að þeir komu frekar svangir heim. Engin salernis aðstaða var þar í lagi eða rennandi vatn því allt var bilað í því. Svo að þeir komu frekar skítugir heim eftir þessa dvöl þarna. En sem betur fer þá gátu þeir bjargað sem mest allri olíunni úr skipinu þannig að það var ekki eins mikið umhverfisslys af því eins og áhorfði í fyrstu.

miðvikudagur, desember 27, 2006

Annar í jólum


Það er búið að vera mikið um að vera hjá mér um jólin. En þó mest annan í jólum þegar ég fæ aðeins lítið brot af systkinum Stebba í jólaboð ásamt mökum og börnum og barnabörnum. En það er mjög gaman en mikið að gera. Alls mættu 29 manns í kaffi og kökur hjá okkur þennan dag. En áður heyrðum við í Óla Bjarkari í útvarpinu, hann var að lýsa hvernig jólin væru úti á Spáni en hann er búin að eiga heima þar í átta ár. En hann kom svo í kaffi á eftir viðtalinu þó svo að það hafi verið tekið upp áður, það veit ég ekki.
En það sem mér þótt verst að börnin mín gátu ekki verið því að Guðni var að vinna og Sigrún rétt kíkti en börnin hennar voru með gubbupest og hita og komust ekki.

sunnudagur, desember 17, 2006

Jólafrí

Nú er ég loksins komin í jólafrí frá amstri skólans og get farið að hugsa um heimilið.
Það hefur ekki verið mikill tími til þess hingað til.
En annað amstur er byrjað hjá mér og það eru hestarnir mínir en þeir eru komnir í hús og þarf nú að sinna þeim á hverjum degi í vetur.
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili.
Gleðileg jól til allra sem lesa þetta.