fimmtudagur, janúar 19, 2006

Nútíma dagbók, annáll dagsins.

Þetta með bloggið er alveg nýtt fyrir mig. Ég hef aldrei þurft að blogga fyrr. Nú er það skilda svo það er best að venja sig við. Bloggið er eitt af mörgum miðlum sem við getum notað til að koma frá okkur hugrenningum okkar og er þá þannig að allir vita hvað við erum að hugsa því þetta er jú opinbert eins og símarnir á sveitabæjunum í gamladaga. Þeir voru þannig að allir gátu hlustað sem vildu. Nú getur þetta verið þægileg leið til að koma skilaboðum eða fréttum til fjölda fólks í einu alla vega fyrir þá sem vilja lesa.
Ef margir eru að blogga getur verið erfitt fyrir fólk að fylgjast með öllu nema bloggsíðum nokkura vegna þess að það er tímafrekt að lesa allt sem allir skrifa svo það er eins gott að hafa efnið áhugavert.

1 Comments:

Blogger Agla Snorradóttir said...

Blessuð Inga, er að kíkja á bloggsíðurnar í hópnum. Þetta er nýr heimur sem opnast fyrir manni.
Gaman að prófa sig áfram. Það verður spennandi að reyna svo hvort maður getur notað þetta til kennlu síðar.

6:20 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home