mánudagur, janúar 30, 2006

Áfram með heimasíðuna

Á síðasta laugardag hélt ég áfram að setja inn verkefni á heimasíðuna. Til dæmis setti ég inn verkefni byggt á spurningum sem ég bjó til í Hot potatoes og annað verkefni með Vefrallýi um Digranesskóla sem ég ætla svo að leyfa börnunum að prófa í leikskólanum. Þessi verkefni gengu vel og nú þarf ég bara að halda áfram að setja inn fleiri verkefni sem eru eftir, það get ég ekki gert nema að fara í tölvu sem er með Front Page 03.
Ég er líka búin að setja inn bókamerki í "del.icio.us" svo þetta er eitthvað farið að ganga hjá mér.
Á laugardaginn fór ég í menntasmiðjuna í kennó og þar var tölvan mín uppfærð til að niðurhala Horizon Wimba. Þannig náði ég að vera með í fyrsta sinn á fyrirlestri hjá Salvöru á laugardaginn. Allt gekk ágætlega nema hvað skjárin fraus á tölvunni minn þannig að ég heyrði bara í Salvöru en sá ekki glærurnar fyrr en ég opnaði aðra tölvu í kennó þá gat ég fylgst með í henni. Ég var samt ánægð að hafa komist inn og geta verið með.

þriðjudagur, janúar 24, 2006

Tekst ekki ennþá

Það er mjög erfitt að sætta sig við að geta ekki sett video klipp inn á bloggsíðuna. En það tekst bara engan vegin hvernig sem ég reyni. Nú er ég búin að setja inn kóðan af myndaslóðinni minni inn á netvibes og það gekk ágætlega. Þetta er allt að koma með smá hjálp frá góðu fólki.
Það er líka gott að vera byrjuð á heimasíðunni, á henni byrjaði ég á laugardaginn og notaði námsvefinn hennar Þorbjargar til að læra að gera heimasíðuna mína. Ég vann það í tölvuverinu í kennó en þar er hægt að komast í Front page. Ég hef ekki enn komist inn á Horizon Wimba svo ég missti af síðasta fyrirlestri, það þarf að gera eitthvað við tölvuna mína svo ég geti verið með næst.

SigurRós

mánudagur, janúar 23, 2006

Miðillinn er málið er grein sem ég las í Lesbók Morgunblaðsins 21.janúar 2006 eftir Þröst Helgason.
En þar byrjar greinin á blogg tungumáli sem er erfitt að skilja. Því málfarið var talmálslegt, enskuskotið og fullt af einkennum sem ekki finnast í íslensku bókmáli.
En það er líka til blogg eftir rithöfunda eins og Eirík Örn Norðdahl og Ágúst Borgþór Sverrisson og fl. einnig halda líka stjórnmálamenn bloggsíður eins og Björn Bjarnason og Össur Skarphéðinsson.
Þarna er bent á að bloggarar leiki sér flestir með málið á mjög meðvitaðan hátt. Sem sagt engir ritsóðar á ferð eins og stundum er sagt.
Með bloggi hefur skapast nýtt umhverfi þar sem fólk getur skrifað en er um leið opinbert. Ekki er nýtt þó fólk skrifi en þessi skrif eru líkari dagbókum og þess háttar skrifum.
Talað var um í fréttaskýrslu Morgunblaðsins á síðasta ári að meira en 10 þúsund Íslendinga blogguðu. En engin skipulögð rannsókn hefur verið gerð á bloggi eða bloggmáli hér á landi.
Bloggið er mjög ungur miðill eða frá árinu 1998 með tilraunum forritara og vefara. En fór ekki almennilega í umferð fyrr en árið 2001.
Engin útgefandi er af blogginu nema við sjálf sem skrifum bloggið og því ekki prófarkalesið. En í einum menntaskóla hér í borg er gerð krafa um að réttritun sé höfð í heiðri. Það má segja að fleiri skrifi nú en áður og er það bara jákvætt og sérstaklega er talið að unglingarnir og unga fólkið skrifi miklu meira en nokkru sinni fyrr. En hvaða áhrif geta öll þessi skrif haft á málið okkar? Það er spurning sem verður kasta út í loftið.

sunnudagur, janúar 22, 2006

Video tilraun

Hér kemur video að animals. Nú er ég að gera aðra tilraun athuga hvort það takist.


http://www.youtube.com/w/anime?v=-LsYSfkBeUc&search=animals


fimmtudagur, janúar 19, 2006

Nútíma dagbók, annáll dagsins.

Þetta með bloggið er alveg nýtt fyrir mig. Ég hef aldrei þurft að blogga fyrr. Nú er það skilda svo það er best að venja sig við. Bloggið er eitt af mörgum miðlum sem við getum notað til að koma frá okkur hugrenningum okkar og er þá þannig að allir vita hvað við erum að hugsa því þetta er jú opinbert eins og símarnir á sveitabæjunum í gamladaga. Þeir voru þannig að allir gátu hlustað sem vildu. Nú getur þetta verið þægileg leið til að koma skilaboðum eða fréttum til fjölda fólks í einu alla vega fyrir þá sem vilja lesa.
Ef margir eru að blogga getur verið erfitt fyrir fólk að fylgjast með öllu nema bloggsíðum nokkura vegna þess að það er tímafrekt að lesa allt sem allir skrifa svo það er eins gott að hafa efnið áhugavert.

mánudagur, janúar 16, 2006

http://www.youtube.com/w/Hoppipolla?v=RckiAeRthM0&search=SigurRos

Þetta er videoklipp af SigurRós. Það er hægt að hlusta á þá á þessari slóð.

laugardagur, janúar 14, 2006

Arnarstapi 8


Arnarstapi 8
Originally uploaded by ingolafs.
Arnarstapi og Hellnar eru á sunnanverðu Snæfellsnesi.

Arnarstapi 7


Arnarstapi 7
Originally uploaded by ingolafs.
Þessi tignarlegi klettur er á leiðinni að Hellnum og er kallaður Einbúinn.

Arnarstapi 6


Arnarstapi 6
Originally uploaded by ingolafs.
Hér sést húsin á Hellnum. Í Hellnahrauni hefur risið sumarhúsabyggð austanvert í landi Arnarstapa.

Arnarstapi 5


Arnarstapi 5
Originally uploaded by ingolafs.
Ströndin við Arnarstapa er ákaflega fögur og sérkennileg, einkum mótuð af brimi.

Arnarstapi 4


Arnarstapi 4
Originally uploaded by ingolafs.
Erum ad koma frá Arnarstapa og erum á gönguleid í Hellna.

Arnarstapi 3


Arnarstapi 3
Originally uploaded by ingolafs.
Erum á gongu við Arnarstapa. Sjávarpláss milli Breiðuvíkur og Hellna.

Arnarstapi


IMG_0635
Originally uploaded by ingolafs.
Lagt af stad í gongutur ad Hellnum

Arnarstapi


IMG_0634
Originally uploaded by ingolafs.
Bardur Snaefellsas

fimmtudagur, janúar 12, 2006

Hlustað á fyrirlestra

Nú er ég búin að hlusta á þrjá fyrirlestra frá Salvöru, sem hún benti okkur á að skoða.
- E-lerning (Curtis J. Bank á UT 2005).
-Reflecing the Future e-Content Development Evolution in Higer Education, og
-Villanova ráðstefnuna 2005 - efnafræði og enska.
Þeir voru allir áhugaverðir en mér fannst stundum vera talað full hratt svo ég átti erfitt með að skilja allt sem fram fór. En mér fannst síðasti fyrirlesturinn áhugaverður þar sem talað var um bloggið og hvernig það hefur áhrif á nemendur.
Það að nemendur geti fundist erfitt að skrifa opinberlega fyrir aðra eins og bloggið er. Einnig eru þau að fá viðbrögð frá öðrum sem getur bæði verið gott og vont og að það kostar ekkert að blogga. Það kom að vísu margt fleira fram þarna sem hægt er að ræða um, en ég ætla að láta þetta gott heita í bili.

þriðjudagur, janúar 10, 2006

10 janúar og staðlotan búin

Nú byrjar alvara lífsins, staðlotuni búin, komin heim og enga hjálp að fá þar. Nú sit ég ein við tövuna og reyni að halda áfram þar sem frá var horfið.

Í staðlotu 10 janúar 2006


IMG_0013
Originally uploaded by Salvor.
Hilmar og Inga að vinna í tölvi

Að niðurhala Horizon Wimba

Ég hef verið að niðurhala Horizon Wimba en það ekki gengið á nokkurn hátt. Tölvan mín neitar því algerlega. Ég byrjaði að reyna á föstudagin var þann 13. janúar en taldi mér trú um að ég gerði þetta eitthvað vitlaust. Á laugadaginn 14. jan. hélt ég áfram að reyna, en þá hringdi Sigrún Inga í mig og var hún líka að reyna og henni gekk líka illa að komast inn. Fengum við þá þau skilaboð að við þyrftum að fara upp í kennó og láta þá kíkja á tölvurnar okkar sem ég og gerði. Á mánudaginn fór ég upp í kennó og er með tölvuna mína með mér. Segi farir minar ekki sléttar og að ég haldi að þetta geti verið tölvan mín. En sú sem afgreiddi mig taldi að ég hafi gert eitthvað vitlaust við niðurhalninguna og vildi að ég oppnaði bara tölvu hjá þeim sem ég gerði og sýndi hún mér hvernig ég ætti að gera og það gekk allt saman upp hjá henni og við komumst inn í Horizon Wimba í tölvunni frá kennó. Þannig að ég ákvað bara að fara heim og gera eins við mína tölvu, en ekkert gekk. Þá fékk ég kunningakonu mína til að hjálpa mér sem kann þó nokkuð mikið á tölvur og erum við búnar að eiða miklum tíma til að koma mér inn en ekkert gekk en hún komst strax inn í Horizon Wimba á sinni tölvu. Þannig fór nú sjóferð sú, nú er ég enn ótengd og þarf að gera einhverjar aðrar ráðstafanir með að hlusta á næsta fyrirlestur hjá Salvöru.

mánudagur, janúar 09, 2006

Heim eftir Kennó

Eftir að vera búin að innibyrgða allt námið í skólanum var ekkert betra að gera en að rifja upp námiskeiðið eftir að heim var komið.

Þetta er fyrsta bloggið mitt

Ég er í staðbundinni lotu sem heitir Nám og kennsta á netinu.
Þetta er fyrsta æfingin mín. Það verður gaman að sjá hvernig gengur.