Að niðurhala Horizon Wimba
Ég hef verið að niðurhala Horizon Wimba en það ekki gengið á nokkurn hátt. Tölvan mín neitar því algerlega. Ég byrjaði að reyna á föstudagin var þann 13. janúar en taldi mér trú um að ég gerði þetta eitthvað vitlaust. Á laugadaginn 14. jan. hélt ég áfram að reyna, en þá hringdi Sigrún Inga í mig og var hún líka að reyna og henni gekk líka illa að komast inn. Fengum við þá þau skilaboð að við þyrftum að fara upp í kennó og láta þá kíkja á tölvurnar okkar sem ég og gerði. Á mánudaginn fór ég upp í kennó og er með tölvuna mína með mér. Segi farir minar ekki sléttar og að ég haldi að þetta geti verið tölvan mín. En sú sem afgreiddi mig taldi að ég hafi gert eitthvað vitlaust við niðurhalninguna og vildi að ég oppnaði bara tölvu hjá þeim sem ég gerði og sýndi hún mér hvernig ég ætti að gera og það gekk allt saman upp hjá henni og við komumst inn í Horizon Wimba í tölvunni frá kennó. Þannig að ég ákvað bara að fara heim og gera eins við mína tölvu, en ekkert gekk. Þá fékk ég kunningakonu mína til að hjálpa mér sem kann þó nokkuð mikið á tölvur og erum við búnar að eiða miklum tíma til að koma mér inn en ekkert gekk en hún komst strax inn í Horizon Wimba á sinni tölvu. Þannig fór nú sjóferð sú, nú er ég enn ótengd og þarf að gera einhverjar aðrar ráðstafanir með að hlusta á næsta fyrirlestur hjá Salvöru.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home