þriðjudagur, september 19, 2006

En er tækifæri til að tína ber.

Í dag er gott veður og ennþá hægt að tína ber. September er búin að vera nokkuð góður finnst ykkur það ekki, eða er ég bara svona ánægð með hann. Það er nóg að gera í skólanum ég er í 10 einignga námi fyrir jól og finnst ég hafa meira en nóg að gera. Það er mikið að lesa fyrir þessi tvo kúrsa sem ég er í. En ekki mikil vinna í tölvunni eins og ég hélt að það yrði. Þegar ég hugsa til baka þá hefur Nám og kennsla á netinu haft mest áhrif á kunnáttu mína á netinu í dag. En ég er rétt að byrja það á eftir að koma í ljós hvort ég eigi ekki eftir að læra að nota tæknina meira.

föstudagur, september 01, 2006

Nýtt skólaár


Jæja nú er skólin byrjaður á nýjan leik. Ég er búin að vera í námi í allt sumar. Fyrst var ég í Listir í yngri barna kennslu og svo í Stærðfræði við upphaf skólagöngu. Það er frekar erfitt að vera í skóla allt sumarið og halda svo áfram að hausti. En þetta hefur gengið vel því þetta voru skemmtilegar greinar. Nú ætla ég að halda áfram og fara í Miðlun, menntun, samfélag og Samskiptafærni - Einstaklingurinn í samfélagi við aðra.
Ég er í námsleyfi þennan vetur og vonast til að geta notið þess að vera bara í námi í vetur. Það er líka gott við fjarnámið að ég get verið í sveitinni en samt mætti í skólann. Þannig er þetta hjá mér þessa dagana. Ég fer bara með tölvuna með mér í sveitina og held áfram að læra þar. Eins og sjá má á myndinni þá eru hestarnir mínir í afslöppun en þeir voru notðir sem sláttuvéla í garðinum við bæinn, svo ég þyrfti ekki að slá hann.
Kveðja Inga