föstudagur, maí 26, 2006

Fleiri námskeið

Nú er ég byrjuð á öðru námskeiði í sumar sem heitir "Stærðfræði við upphaf skólagöngu" þannig að það verður mikið að gera í allt sumar hjá mér. Ég held að þetta sé ekki nógu gott hjá mér því ég finn hvað ég er orðin þreytt. En bráður fer ég í sumarfrí í leikskólanum og hestarnir fara í sveitina þá hef ég meiri tíma til að sinna bara náminu. Maður verður alltaf að vera í Pollýönnu leik við sjálfan sig svo ég gefist ekki upp. En þetta er mjög skemmtileg námskeið og það rífur mann áfram.
Nú á barnabarnið mitt afmæli í dag, hún er tveggja ára og eftir tvo daga á annað barnabarnið mitt sex mánaða afmæli, svo það er mjög gaman hjá mér þessa dagana. Sonur minn var að útskrifar úr Iðnskólanum í Hafnarfirði þann 20 maí og gekk bara vel, þannig að það er mikið fjör í maí.
Ég óska öllum skólafélögum mínum sem voru með mér í Tölvu og upplýsingatækni, góðs gengis í sumar og vona að við eigum eftir að hittast aftur seinna.

miðvikudagur, maí 17, 2006

Byrjuð í nýju námskeiði


Það er ekki allt búið hjá mér ennþá. Nú er ég byrjuð í sumar námskeiði sem heitir "Listir í yngri barna kennslu" Svo það er nóg að gera í sumar. Staðlotan er búin og alvaran tekin við. Ég fór að ganga kringum Krísuvík um síðustu helgi. Þessi ganga tók fimm tíma í blíðskapar veðri. Þetta var þó nokkuð stór hópur sem fór þessa göngu og fengum leiðsögn um svæðið. Ég tók fjölda allan af myndum og setti nokkrar inn á Flickr er að hugsa um að setja fleiri eftir mánaðarmót. Hér er ein mynd sem ég tók þar. Þetta svæði sem við sitjum á slapp frá hrauninu og er sagt að smalinn sem gætti kindanna þarna hafi sloppið lifandi með þær.
Þannig var sagt á vefsíðunni http://ferlir.is/
Smalamaður frá Krýsuvík var kippkorn frá bænum með féð. Hann sá glóandi hraunleðjuna brjótast með feikna hraða ofan úr skarðinu upp frá bænum og fleygjast út yfir láglendið. Hann sá sér enga von til undankomu og beið með fjárhópinn þess er að höndum kæmi og fól sig guði. Eldflóðið fór allt í kringum hann og skaðaði hvorki hann né féð nema eina á. Það heitir síðan Óbrennishólmi.
Sjá meira undir lýsingar í skrár (Óbrennishólmi - Húshólmi)

fimmtudagur, maí 04, 2006

Námsvefurinn tilbúinn

Nú er ég búin að tengja námsvefinn minn við heimasíðuna og hef nokkurn vegin lokið við hann.
Einnig er ég búin að tenglaprýða verkefnasíðuna mína sem er líka á heimasíðunni þannig að það er hægt að skoða verkefnin mín þar.
Svo er sumaráfanginn byrjaður og verða staðbundnar lotur eftir helgi. Þá byrja ég í áfanganum Listir í yngri barna kennslu. Þetta er allt mjög spennandi en ég er hrædd um að það geti orðið erfitt, það að sitja alltaf við tölvuna yfir sumartímann þegar aðrir eru úti í góða veðrinu að leika sér, t.d flækjast um landið. Það á eftir að koma í ljós hvernig þetta mun ganga.