miðvikudagur, apríl 26, 2006
Tölvu ævintýrið
Ég fór til Spánar í eina viku núna í apríl, nánar tiltekið 19 – 26 apríl 2006. Í þeirri viku átti ég að skila inn tveimur innleggjum í umræðuna um netnotkun og tveimur öðrum sem voru um vandamál tengd netnotkun. Þar sem mér fannst þetta vera frekar mikil vinna framundan ákvað ég að taka tölvuna með til Spánar og hugsaði mér að reyna að gera eitthvað af viti þó að ég væri í fríi.
Ég var búin að lesa nokkrar umræður frá fjarbekkjarfélögum mínum sem höfðu sett inn innleggin sín áður en ég fór út. Svo ég vissi nokkuð um hvað þær voru að tala um. Ég ákvað að reyna að svara innleggjunum á Spáni og byrjaði að vinna í tölvunni minni uppi á herbergi. Ég get sagt ykkur að þetta tók þó nokkurn tíma þó að innleggin mín væru ekki löng. Þannig var að fyrst þurfti ég að tengja mig við internetið á hótelinu í gegnum símalínuna frá herbergissímanum og þegar það opnaðist þá skrifaði ég inn slóðina að moodlevefnum okkar og ef ég komst þangar inn í fyrstu tilraun slitnaði sambandið venjulega þegar ég var á leiðini þangað inn og þurfti þá að býða eftir sambandi við internetið aftur. Svona gat þetta gengið í allt að tuttugu mínútur. Loksins þegar ég komst svo inn skrifaði ég innleggið mitt og hætti svo. Því það er mjög dýrt þetta litla sem ég gerði, en það kostaði mig 15 þúsund krónur.
Ég ákvað samt að gefast ekki alveg upp og prufaði tölvuverið sem er þarna á hótelinu en þar eru hvorki íslenskir stafir né hægt að nota UBS lykil, svo þarf að dæla 1 evru á tuttugu mínútna fresti í gjaldkassan svo sambandið slitni ekki. En þar prufaði ég að senda inn eitt innlegg sem var um Netið sem heimild frá Kristínu ég vona að hún geti lesið þetta en ég komst að því að þetta er frekar erfið vinna og seinleg. Sérstaklega þegar alltaf þarf að hugsa um það hvernig ég eigi að nota þennan eða hinn stafinn fyrir íslensku stafina og líta til baka og athuga hvort það sé rétt gert.
En ég var reynslunni ríkari og það er líka markmið finnst mér að prófa sig áfram með tæknina sem býðst annars staða í heiminum.
Takk fyrir lesturinn.
Ég var búin að lesa nokkrar umræður frá fjarbekkjarfélögum mínum sem höfðu sett inn innleggin sín áður en ég fór út. Svo ég vissi nokkuð um hvað þær voru að tala um. Ég ákvað að reyna að svara innleggjunum á Spáni og byrjaði að vinna í tölvunni minni uppi á herbergi. Ég get sagt ykkur að þetta tók þó nokkurn tíma þó að innleggin mín væru ekki löng. Þannig var að fyrst þurfti ég að tengja mig við internetið á hótelinu í gegnum símalínuna frá herbergissímanum og þegar það opnaðist þá skrifaði ég inn slóðina að moodlevefnum okkar og ef ég komst þangar inn í fyrstu tilraun slitnaði sambandið venjulega þegar ég var á leiðini þangað inn og þurfti þá að býða eftir sambandi við internetið aftur. Svona gat þetta gengið í allt að tuttugu mínútur. Loksins þegar ég komst svo inn skrifaði ég innleggið mitt og hætti svo. Því það er mjög dýrt þetta litla sem ég gerði, en það kostaði mig 15 þúsund krónur.
Ég ákvað samt að gefast ekki alveg upp og prufaði tölvuverið sem er þarna á hótelinu en þar eru hvorki íslenskir stafir né hægt að nota UBS lykil, svo þarf að dæla 1 evru á tuttugu mínútna fresti í gjaldkassan svo sambandið slitni ekki. En þar prufaði ég að senda inn eitt innlegg sem var um Netið sem heimild frá Kristínu ég vona að hún geti lesið þetta en ég komst að því að þetta er frekar erfið vinna og seinleg. Sérstaklega þegar alltaf þarf að hugsa um það hvernig ég eigi að nota þennan eða hinn stafinn fyrir íslensku stafina og líta til baka og athuga hvort það sé rétt gert.
En ég var reynslunni ríkari og það er líka markmið finnst mér að prófa sig áfram með tæknina sem býðst annars staða í heiminum.
Takk fyrir lesturinn.
þriðjudagur, apríl 18, 2006
Páskafríið búið
Jæja nú er páskafríið búið. Ég fór vestur í fríinu, nánar til tekið á bæinn minn sem heitir Lækjamót. Salvör hélt Skype fund á laugardeginum um kl.11.45 og prufaði ég að vera með þar. Ég, Jóna Pála og Salvör vorum á fundinum og gekk það mjög vel. Nú veit ég að ég get farið í sveitina og haft það náðugt þar og ekki misst af neinu sem fram fer í tölvumálum. Sambandið var gott og heyrði ég vel í þeim báðum. Ég er að vísu ekki með ADSL þar bara tengd við símalínuna á bænum en það gekk vel.
Að vísu var þessi helgi mjög annasöm hjá mér því alls voru 14 manns samankomnir þar á laugardagskvöldinu og gistu aðfaranótt Páskadags sem var mjög gaman.
Á morgun fer ég svo til Benidorm og ætla að taka tölvuna með svo ég geti gert eitthvað í sambandi við verkefnin hennar Sólveigar að setja inn innlegg við spurningum annara ef ég get. Það er að segja ef ég get notað tölvuna, en það kemur í ljós,ég leyfi ykkur að fylgjast með þeim sem nenna að lesa þetta blogg mitt. Kveðja til ykkar allra.
Að vísu var þessi helgi mjög annasöm hjá mér því alls voru 14 manns samankomnir þar á laugardagskvöldinu og gistu aðfaranótt Páskadags sem var mjög gaman.
Á morgun fer ég svo til Benidorm og ætla að taka tölvuna með svo ég geti gert eitthvað í sambandi við verkefnin hennar Sólveigar að setja inn innlegg við spurningum annara ef ég get. Það er að segja ef ég get notað tölvuna, en það kemur í ljós,ég leyfi ykkur að fylgjast með þeim sem nenna að lesa þetta blogg mitt. Kveðja til ykkar allra.
fimmtudagur, apríl 06, 2006
Verkefni í Producer
Jæja nú er ég búin að setja inn verkefnið mitt í Producer, ég kenni þar að búa til pappírsblóm. Ég er búin að eyða í þetta verkefni allt að 11 tímum að setja það inn á heimasíðuna mína og var það erfiður tími. Við þetta fékk ég svo aðstoð og gekk það upp fyrir rest með aðstoð frá Fjólu. Það sem truflaði að hægt væri að setja inn möppuna var að ég hafði íslenskan staf á heiti glæranna, sem truflaði innsetningu á pappírsblóminu.
Ég er líka búin að setja inn moodle námskeið fyrir leikskólabörn og ætla að bæta meiri skreytingu inn á það seinna.
Ég er líka búin að setja inn moodle námskeið fyrir leikskólabörn og ætla að bæta meiri skreytingu inn á það seinna.