sunnudagur, nóvember 09, 2008

Fjárborg 4




Það er verið að byggja hesthús í Almannadal nánar til tekið í Fjárborg og er það að verða tilbúið. Eftir hrun bankanna má búast við að umhverfið þar í kring fái frið næstu árin. Þá miða ég við að það er nóg af hálfkláruðum húsum til nú þegar og ekki þarf að byggja fleiri næstu árin. Alla

vega ekki á meðan þessi hús eru tóm og ennþá
eftir að klára byggingu þeirra.

Þannig vona ég að við fáum frið með umhverfið í kringum Fjárborg svo að það verði hægt að fara í reiðtúra þarna í kring án þess að eiga von á stórvirkum vinnuvélum, sprengingum og þess háttar látum. Eins vonast ég til þess að tréin fái að vera í friði sem búið var að planta niður. Þó svo að margir hafi komið til að taka þau upp þarna í kring til að bjarga þeim frá eyðileggingu af mannavöldum.
Hér eru myndir af húsinu okkar, það er að vísu byrjað að klæða það að utan. þannig að það á eftir
að breytast svolítið en.